Um okkur

Við erum  þrjár ljósmæður sem höfum myndað saman heimafæðingarteymi. Við störfum á ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ásamt því að við sinnum heimafæðingum á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og á öðrum stöðum eftir tíma og eftirspurn.

Rut er fædd árið árið 1986. Hún er nú búsett í Njarðvík ásamt eiginmanni og þrem börnum. Rut útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2017 og sem ljósmóðir árið 2020 frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað á Göngudeild áhættumeðgönguverndar á Landspítala, meðgöngu og sængurlegudeild Landspítala og er nú starfandi á Ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. 

Rebekka er fædd árið 1984. Hún er búsett í Grindavík ásamt þrem börnum sínum. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2016 og sem ljósmóðir árið 2019 frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað á Bráðamóttöku barna á Barnaspítala Hringsins og hefur starfað á Ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá útskrift. Hugljúf er fædd árið 1970. Hún er búsett á Ásbrú í Reykjanesbæ ásamt eiginmanni sínum sem er einnig með annan fótinn í Danmmörku. Hún á fimm uppkomin börn og fjögur barnabörn. Hún útskrifaðist sem sjúkraliði árið 2009 og sem ljósmóðir frá Háskólanum í Esbjerg í Danmörku árið 2019. Hún hefur starfað á umönnunnarstofnunum í Danmörku og hefur starfað á Ljósmæðravakt Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá útskrift. 

Við höfum það sameiginlegt að við viljum allar styðja við eðlilegt fæðingarferli og fannst því tilvalið að fara í þessa samvinnu.

%d bloggurum líkar þetta: